eduroam
(English)

Eduroam á Íslandi

Eduroam er kerfi samtengdra auðkenningarþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar í heiminum. Kerfið var þróað af TF-Mobility vinnuhóp TERENA samtakanna og er lýst í RFC7593. Tenging við Ísland er á vegum RHnet, Rannsókna- og háskólanets Íslands ehf. Til að fá frekari upplýsingar um útbreiðslu og eðli þessa kerfis, sjá http://www.eduroam.org.

Með tengingu við Eduroam, geta notendur háskóla og rannsóknastofnana tengst netum annara Eduroam tengdra aðila víðs vegar um heiminn, með því að auðkenna sig við eigin auðkenningarþjóna. Viðkomandi háskóli eða rannsóknarstofnun veitir einnig utanaðkomandi aðilum (þ.e. aðilum frá öðrum Eduroam tengdum stofnunum) aðgang að sínu eigin neti undir sömu formerkum.

Til að tengjast Eduroam þurfa net viðkomandi að vera sett upp fyrir auðkenningu með 802.1x á netum þar sem Eduroam aðgangur er veittur. Sjá nánar hér.

Tengdir aðilar

Notkun